Um Landsbyggðarvini

Félagar í Landsbyggðarvinum eru allir hugsjóna- og áhugafólk um jákvæða þróun í landinu öllu, betra Íslandi. Aðferðarfræði okkar beinist aðallega að starfsemi með ungmennum grunnskólans um allt land, í verkefnavinnu, þar sem áhersla er lögð á að draga fram hugmyndir ungmenna um betri heimabyggð, bæði í borg og á landsbyggð. Eins viljum við stuðla að betra samstarfi og auknum skilningi á því, sem borgin hefur jákvætt upp á að bjóða og því, sem landsbyggðin hefur fram að færa. Allt með gagnkvæmum áhuga og virðingu ásamt ávinningi fyrir samfélagið í heild.

Verkefnin

Unglingar á aldrinum 13 - 16 ára eru hvattir til þess að efla sköpunargleði sína og gaumgæfa málefni byggðar sinnar, velta fyrir sér framtíðarmöguleikum hennar og gera sér grein fyrir hvað þeir geta lagt af mörkum í því efni. -- __ -- Aðalviðfangsefni Landsbyggðarvina frá upphafi hefur verið verkefnið Framtíðin er núna!

Vilt þú vera meðlimur?

Að baki Landsbyggðavina standa ýmsir meðlimir samtakanna ásamt styrktaraðilum. Meðlimir greiða 1500 kr. á ári og gefa með því þessu verkefni góðan stuðning. Vilt þú gerast meðlimur? Endilega smelltu á myndina fyrir ofan og skráðu þig.